ÍslenskaÍslenska  EnglishEnglish  FjarþjónustaFjarþjónusta
Barðastaðir 1 · 112 Reykjavík · Sími 512 0000 · info hjá rogg.is

AðalsíðaVörurUm Rögg

Tel-Log símaeftirlitskerfi

Tel-Log er símaeftirlitskerfi sem er í senn gjaldmælir og eftirlitskerfi sem tengir saman notanda og fjarskiptakerfi. Það er hagkvæm heildarlausn við samtengingu óskyldra fjarskiptakerfa í eitt gjaldtökukerfi.

Með Tel-Log er hægt að mæla símanotkun einstakra notenda og stjórna aðgengi þeirra að ólíkum fjarskiptamiðlum með einföldum hætti. Tel-Log getur tengst flestum fjarskiptakerfum, svo sem almenna símakerfinu, NMT, GSM, Iridium og Inmarsat.

Tel-Log er hentug lausn fyrir þá sem vilja veita aðgang að fjarskiptamiðlum sínum og rukka hvern notanda fyrir sína notkun. Tel-Log hentar m.a. vel fyrir:

  • Skip og báta
  • Farþegaferjur
  • Sjúkrahús
  • Skóla og heimavistir
  • Heilsugæslustöðvar
  • Sumarbúðir
  • Stofnanir
  • Byggingasvæði
  • Sumardvalarstaði

Tel-Log hentar auðvitað fleiri aðilum en hér eru nefndir. Hérlendis hefur Tel-Log verið mikið notað um borð í fiskiskipum og í stofnunum þar sem stýra þarf aðgangi notenda að símkerfum.

Fjölbreytt notkunarsvið
Tel-Log kerfið býður upp á mjög fjölbreytta greiðslumöguleika fyrir símnotendur. Hægt er að velja á milli þess að greiða fyrir notkun eftir á (Post-Paid), fyrirfram (Pre-Paid) eða með sérstökum Tel-Card fyrirframgreiddum skafkortum.

Fjarvinnsla fyrir rekstur og þjónustu
Tel-Log kerfið er hægt að reka og þjónusta frá fjarlægum stað, annað hvort í gegnum mótald, innranet eða Internetið. Þetta er sérlega þægilegt t.d. fyrir útgerðarfyrirtæki sem reka Tel-Log kerfi um borð í skipum og bátum því þá þarf enga tölvu við Tel-Log búnaðinn um borð og hægt er að vinna úr upplýsingum frá kerfunum áður en skip koma að landi.

© Rögg ehf.