ÍslenskaÍslenska  EnglishEnglish  FjarþjónustaFjarþjónusta
Barðastaðir 1 · 112 Reykjavík · Sími 512 0000 · info hjá rogg.is

AðalsíðaVörurUm Rögg

Um Rögg

Rögg er fyrirtæki í þekkingariðnaði, stofnað árið 1993. Við stundum rannsóknir á lausnum fyrir fjölbreytt svið samskipta, tölvukerfa og verkferla. Rögg framleiðir hugbúnað og vélbúnað sem leiðir til bættra viðskiptahátta, aukinnar arðsemi og ánægju viðskiptavina okkar.

Hjá Rögg starfa einstaklingar sem saman búa yfir reynslu á sviði hönnunar, forritunar, grafískrar vinnslu, rafeindafræði og viðskipta.

Auk fastra verkefna tengdum helstu framleiðsluvörum Röggvar vinna starfsmenn stöðugt að sérlausnum og verkefnum fyrir breiðan hóp innlendra og erlendra viðskiptavina.

Útflutningur á hugbúnaði og þekkingu Röggvar er þáttur í rekstri félagsins. Áherslan á sérstöðu okkar sem Íslendinga er þó rík og við haft það að leiðarljósi að framleiða íslenskan hugbúnað fyrir Íslendinga.

Nafnið
Rögg er íslenskt orð sem minnir okkur stöðugt á og elur með okkur þá röggsemi og festu sem við viljum að allt okkar starf einkennist af. Rögg beygist Rögg um Rögg frá Rögg til Röggvar.

Markmið
Við ætlum að vera leiðandi á Íslandi í þróun og framleiðslu hugbúnaðar og vélbúnaðar fyrir hvers kyns fjarskipti. Við höfum þarfir og vilja viðskiptamanna okkar að leiðarljósi í allri okkar vinnu.

Okkar gildi
Við höfum frá stofnun félagsins haft þessi gildi og markmið að leiðarljósi.

  • Við stundum heiðarleg og sanngjörn viðskipti.
  • Við framleiðum vörur sem auðvelda viðskiptavinum okkar vinnu sína og auka hagnað þeirra.
  • Við komum fram við viðskiptavini okkar og samstarfsfólk eins og við viljum að komið sé fram við okkur.
  • Við gætum trúnaðar við viðskiptavini, samstarfsfyrirtæki og samstarfsfólk.

Aðsetur
Rögg ehf.
Barðastöðum 1
112 Reykjavík

Sími: 512 0000
Netfang: info hjá rogg.is

© Rögg ehf.